Óvissuferð á Snæfellsnes

Þegar Covid breytti öllum ferðaplönum fjölskyldunnar á núlleinni þá varð að fara í nýtt plan. Ég tek yfirleitt ekki langt frí á sumrin. Það hentar betur vinnulega séð að taka frekar langar helgar og svo gott frí í janúar og á haustin. Ferðaplönin fyrir 2020 litu vel út fyrir krakkana. Viktor Logi var á leiðinni með MR í 2ja vikna ferð til Suður Afríku þar sem lífræðinemar ætluðu að vera í verklegu námi í þjóðgarði og í leiðinni ætlaði hann að fagna 18 ára afmælinu sínu. Frá Suður Afríku var ferðinni síðan heitið þráðbeint til Nagasaki til að keppa á Ólympíuleikunum í líffræði. Sigrún Tinna var á leiðinni í 4ra vikna sumarbúðir á vegum CISV til Spánar og við Axel vorum búin að plana matarupplifun á Ítalíu í kjölfarið á hálfa járnkarlinum sem ég ætlaði í á Norður Ítalíu.

Þegar óvissuferðin breytist í helgardekur

Þessar ferðir duttu allar út og við ákváðum að gera eitthvað innanlands í staðinn. Ég var búin að reyna að skipuleggja eina helgarferð. Kærastinn átti afmæli í maí og ég ákvað að plana óvissuferð. Það gekk vægast sagt illa. Hótelin sem ég kannaði voru ekki búin að opna. Ég breytti því ferðinni í dekurferð í Reykjavík. Um morguninn fór ég út að hlaupa, snéri mig á fæti og dekurferð kærastans breyttist í heimahjúkrun. Færa kærustunni kaldan bakstur, kaupa bólgueyðandi krem og svo grilla ofan í fatlafólið. Fyrir utan óþægindin í fætinum get ég alveg mælt með þessu. Það er auðvitað gífurlegur sparnaður fólgin í þessari aðferð og þú færð prik fyrir að reyna. Ég var mjög úthvíld eftir þessa helgi. Man ekki hvenær ég lá með tærnar upp í loft í 48 klukkustundir samfleitt.

Þegar þú ert fædd undir heillastjörnu

Ég ákvað því að fara aðra leið að Snæfellsnesi. Setti inn beiðni um ráðleggingar á Landið þitt Ísland.Þetta er frábær Facebooksíða sem er stútfull af ráðagóðu fólki og þú færð upplýsingar sem þú finnur ekkert svo auðveldlega með því að googla. Hildigunnur skólasystir mín úr MA er síðan ættuð frá Rifi og hún gaf mér einnig fullt af góðum hugmyndum. Mér finnst stundum taka óratíma að fá svör frá hótelum þegar ég er að bóka þannig að ég valdi 6 gististaði sem mér leist vel á. Sendi sama póstinn á þau öll og ákvað að sá sem svaraði fyrstur yrði fyrir valinu.

Nína vinkona er frá Finnlandi.Við kynntumst þegar við vorum báðar skiptinemar í Honduras. Hún sagði alltaf að ég væri fædd undir heillastjörnu. Ég er yfirleitt ótrúlega heppin. Ég hefði getað fengið hvaða hótel sem er en Langaholt varð fyrst til að svara. Þau hjálpuðu mér að skipuleggja ferðalagið og þau svörðuðu alltaf emailum hratt og vel og það skiptir gífurlega miklu máli fyrir mig. Ég nenni almennt ekki að hringja til að athuga með verð og hvort að það sé laust. Ég sendi annað hvort email eða skilaboð á Facebook og ef ég fæ ekki svar þá sný ég mér að næsta.

Lagt af stað í óvissuna

Við lögðum af stað um miðjan dag á föstudegi. Við stoppuðum í Geirabakarí á Borgarnesi. Virkilega notalegt bakarí, góðar kökur og frábært starfsfólk.Leiðin lá síðan á Snæf20200606_071142ellsnesið. Við vissum ekki alveg hvert við vorum að fara þar sem þetta var jú óvissuferð en Google Maps og Waze klikka ekki. Allt í einu kom skiltið Snæfellsnes og stuttu seinna vorum við komin.  Það er gífurleg náttúrufegurð á Snæfellsnesi og tignarleg fjöll í allar áttir og svo auðvitað jökullinn sem blasti við okkur þegar við renndum í hlað. Staðsetningin á Hótel Langaholti er fullkomin. Mjög miðsvæðis á Snæfellsnesi og einhvern veginn jafnstutt í allt. Við tékkuðum okkur inn og það var allt tilbúið. Fengum herbergi hlið við hlið í nýju bygggingunni. Fín herbergi með stórum svölum. Fór út á svalir og það færðist ótrúlega mikil ró og friður yfir mig. Beint á móti blasti Snæfellsjökull við. Þetta er ótrúlegt útsýni, svokallað milljóndollaraútsýni.

Við komum okkur fyrir og gerðum plön fyrir næstu daga. Ég var búin að fá mikið af upplýsingum bæði frá starfsfólki Langaholts sem og Hildigunni. Vandamálið við Snæfellsnes er ekki hvað þú átt að gera. Það er hverju áttu að sleppa þar sem það er svo gífurlega mikið framboð af afþreyingu og fallegum stöðum að ein helgi er aldrei nóg.

Við ákváðum að borða kvöldmatinn á hótelinu.Við fengum okkur svartfugl í forrétt og svo fékk ég mér plokkfisk, Axel fisk dagsins og Tinna og Viktor fengu sér kjötbollur. Tinna er ekki alveg komin með nógu þróaðan matarsmekk. Sumir myndi mögulega kalla hana fjandi mikinn gikk þannig að þegar ég sá að það var sósa á kjötbollunum vissi ég að við vorum í vandræðum. Spurði hvort að það væri eitthvað hægt að gera, jú ekki mikið mál, fengum sósulausar bollur á núll einni. Við borðuðum matinn af góðri lyst enda vel útlátinn og bragðgóður sem og afbragðsþjónusta. Tinna fékk sér bláber og jarðarber af nestinu okkar. Þegar þjóninn sá að hún hafði ekki borðað mikið spurði hann hvort að það mætti ekki bjóða henni eitthvað, svo sem brauð eða banana.

Eftir kvöldmat fengum við okkur te og kaffi og settumst síðan fram til að spila. Ég fann hvernig stressið og álagið sem var búið að vera í gangi síðustu vikur yfirgaf líkamann og það er langt síðan það hefur verið jafnmikil værð yfir mér. Ég naut þess að hlusta á litla gesti syngja höfuð herðar hné og tær og að horfa út um gluggann var mjög afslappandi.

Laugardagurinn á Stykkishólmi og fiskihlaðborð á Langaholti

Ég vaknaði snemma og tók 5 kílómetra skokk fyrir morgunmat. Kom og vakti krakkana og við fórum í morgunmat. Ég var mjög ánægð með morgunverðarhlaðborðið. Það var eitthvað fyrir alla og allir sáttir. Ekki skemmdi að útsýnið yfir morgunmatnun var Snæfellsjökull.Við áttum bókaða Víkinga Sushi ævintýraferð með Sæferðum.Við höfðum farið í hana fyrir nokkrum árum en krakkarnir mun20200606_120856di ekki alveg eftir henni og mér til ánægju var hún skemmtilegri í seinna skiptið. Mögulega því ég er búin að læra að vera í núinu og njóta líðandi stundar. Þetta var virkilega gaman. Við sigldum um Breiðafjörðinn og skoðuðum fuglalíf og svo fengum við að smakka ferskt sjávarfang. ¾ af fjölskyldunni fannst þetta mjög bragðgott og okkur öllum fannst þetta mjög skemmtileg upplifun. Get sannarlega mælt með því að skella sér í siglingu með Sæferðum. Verðið var hagstætt, hálft verð fyrir unglinginn og frítt fyrir börn.Eftir bátsferðina ákváðum við að fá okkur að borða. Það gekk reyndar ekki vel þar sem nokkrir veitingastaðir sem við reyndum að fara á opnuðu ekki fyrr en um kvöldið en við fengum okkur að lokum hamborgara sem voru prýðisgóðir og skelltum okkur svo í sund.

Planið var að borða á leiðinni heim en veitingastaðurinn sem við ætluðum að borða á svaraði hvorki skilaboðum á Facebook né í gsminn sem var gefinn upp þannig að við enduðum kvöldið á fiskihlaðborði á Langah103389047_945757025872063_9119725142603283367_nolti. Það var gífurlega gott, fjölbreytt og vel útilátið. Það voru nokkur börn að borða um kvöldið sem voru ekki komin með þróaðan matarsmekk þannig að þau fengu öll pasta í boði Langaholts. Eftirrétturinn var síðan svo góður að Sigrún Tinna tók upp á sitt einsdæmi að fara í eldhúsið til að þakka kokkinum fyrir þennan frábæra eftirrétt.

 

Sunnudagur í Vatnshelli

Ég byrjaði morguninn á 10 kílómetraskokki. Það er eitthvað svo stórkostlegt að skokka í átt að Snæfellsjökli. Ég hafði lesið sögurnar um orkuna undir jökli. Þegar þú reynir þær á eigin skinni kemstu að því að þær eru sannar.Við áttum bókað í Vatnshelli og ætluðum að taka göngu á milli Arnarstapa og Hellna á leiðinni en vorum pínu sein þannig að við ákváðum að geyma það fram á mánudaginn. Á leiðinni að Vatnshelli stoppuðum við hjá Lónsdröngum og gengum aðeins um svæðið.Ég var búin að vera mjög stressuð með Vatnshelli. Ég er ennþá smá lofthrædd og vissi ekki alveg hvernig mér myndi líða í dimmum, lokuðum helli en ákvað að láta á það reyna. Það er hár hringstigi niður í hellinn og það gekk nokkuð áfallalaust. Þú passar þig bara að horfa ekki niður eða upp og gengur mjög nálægt næsta manni eða konu. Best er að það sé einhver sem þú þekkir, svona ef þú þarft að grípa í viðkomandi á ögurstundu. Þegar niður var komið var þetta ekkert mál. Hellirinn er mjög skemmtilegur og vel passað upp á alla. Leiðsögumaðurinn okkar sem ég man því miður ekki hvað heitir var gífurlega skemmtilegur og gerði þessa ferð ennþá betri. Þegar kom að því að fara í neðri hellinn þá stressaðist ég upp fyrirfram en notaði sömu tækni og til að fara niður í hellinn. Við fengum að upplifa algjört myrkur. Það þurftu allir að slökkva á vasaljósunum. Ég reyndi að svindla og halda fyrir mitt ljós en hann sá við því. Mér fannst stressandi að slökkva á ljósunum. Hvað ef það kviknar ekki á neinu ljósi aftur? Komust við upp úr hellinum? Auðvitað voru þetta óþarfa áhyggjur og upplifunin að vera í algjöru myrki var stórkostleg og ótrúlegt hvað augun voru næm þegar við kveiktum aftur á ljósunum. Síðast þegar ég prófaði þetta þá var ég að læra köfun í Honduras. Við þurftum að taka eina næturköfun og þá áttu allir að slökkva á sínum vasaljósum. Þarna svindlaði ég. Ég er búin að prófa næturköfun og það er ekki á listanum, langaraðgeraþaðaftur. Hinsvegar gæti ég vel hugsað mér að fara aftur í Vatnshelli. Virkilega þess virði að fara og skemmtilegt að upplifa hann.

Djúpalónssandur, Dritvík, Gilsbakki og Sjóminjasafnið

Næst á p20200607_143355laninu var að stoppa hjá Djúpalónssandi og Dritvík. Þetta er gífurlega fallegt svæði og eiginlega skyldustopp ef þú ert á ferðinni. Við fórum í fjöruna. Ég reyndi við steinana og komst að þeirri niðurstöðu að annað hvort þyrfti ég að planka töluvert lengur eða steinarnir væru bilaðir. Ég gat a.m.k. ekki haggað þeim. Gönguleiðin í Dritvík er mjög falleg og eins og margir aðrir staðir á Snæfellsnesinu stútfull af orku. Við vorum orðin pínu svöng eftir Vatnshelli og gönguna þannig að við ákváðum að flytja aðrar gönguferðir yfir á mánudaginn og finna okkur kaffihús. Hildigunnur hafði mælt með Gilbakka á Hellissandi. Það stóð heldur betur undir væntingum. Gilbakki er gífurlega fallegt hús og andinn þarna inni engu líkur. Við lentum í valkvíða. Kökurnar voru allar svo girnilegar að við fengum okkur öll sitthvora sneiðina og svo tók ég 2 sneiðar til að leyfa öllum að smakka. Gott kakó og kaffi þannig að ef þú ert á ferðinni á þessum slóðum þá er skyldustopp á Gilbakka. Eftir Gilbakka skelltum við okkur á Sjóminjasafnið á Hellissandi. Þetta var á sjómannadaginn og frítt inn. Safnið vakti upp mjög skemmtilegar minningar frá frystihúsinu á Dalvík og mér taldist til að af 20 algengustu fiskategundum við Ísland hef ég handflakað 14 af þeim. Setti upp smá könnun á Instagram og það hafði engin trú á því að ég hefði handflakað svona margar tegundir. Sjóminjasafnið var skemmtilegt bæði fyrir börn og fullorðna og vel þess virði að kíkja á það.

Fullkomið kvöld á Sker

Þarna var farið að líða á seinni partinn og við vorum búin að ákveða að borða á Sker á Ólafsvík. Það mæltu einfaldlega allir með þessum stað. Ég get eiginlega ekki mælt nógu mikið með honum. Veitingastaðurinn er mjög fallegur með flottu útsýni yfir höfnina og matseðilinn er gífurlega metnaðurfullur og spennandi. Allt sem við pöntuðum var gífurlega gott og kalt mat einn af bestu 5 veitingastöðum sem ég hef borðað á á Íslandi. Það eina sem ég get sett út á er að staðurinn er á Ólafsvík og full langt að renna bara til að borða kvöldmat en hann er algjörlega þess virði fyrir dagsferð. Það væri t.d. tilvalið að panta sér gistingu á svæðinu. Fara í skemmtilegar göngur sem nægt framboð er af og borða svo á Sker.

Smá breyting á mánudeginum

Við vorum einu gestirnir á sunnudagskvöldinu og fengum því eðalþjónustu. Planið var að keyra heim og skoða meira. Það var svo mikið sem við áttum eftir, svo sem ganga á milli Hellna og Arnarstapa, fara á hákarlasafnið og kíkja á Grundarfjörð. Það ringdi hinsvegar eins og hellt væri úr fötu. Við ákváðum því að taka það rólega fram að hádegi en þegar það stytti ekki upp ákváðum við að keyra heim og slaka á seinni partinn.

Þessi ferð var algjörlega frábær. Hún styrkti fjölskylduböndin og við bjuggum til fullt af minningum.

Það er langt síðan ég hef gist á stað sem er jafn dásamlegur og Langaholt. Ótrúlega mikil þjónusta og þau leggja greinilega metnað í að gestunum líði vel enda er þetta fjölskyldufyrirtæki. Ég bókaði 3 nætur og það er algjör snilld þar sem mjög margir staðir bjóða 3ju nóttina á lægra verði. Þannig náum við lengri helgi og komumst yfir að gera ansi mikið án þess að vera í miklu stressi. Að taka langa helgi var snilldarhugmynd.

Það var bara eitt sem þau gátu ekki leyst fyrir mig. Þessi einfalda spurning. Hvert er best að hlaupa kl. 05:00 á morgnana. Strákarnir sögðust vera í fríi og það væri mannskemmandi að vakna svona snemma í fríi. Held að þeim hefði fundist eðlilegra að vera að fara í rúmið á þessum tíma.

Ferðabransinn

Auðvitað er lúxus að ferðast um landið sitt og vera ein á hóteli. Það er upplifun sem verður líklega aldrei endurtekin. Þess vegna er þetta svo frábært tækifæri í ár. Það eru tilboð á gistingum og skipulögðum ferðum og verð sem við sjáum líklega ekki aftur. Þegar við vorum á Snæfellsnesi var umræðan um skimunargjaldið að byrja. Það birtist frétt í DV um íslenska konu sem er búsett í Danmörku og þetta skimunargjald kom í veg fyrir að hún, danski maðurinn hennar og börnin þeirra tvö gætu notið þess að koma til Íslands í frí eins og þau hafa gert undanfarin ár.  Þau voru búin að plana eitt og annað sem ótrúlegt en satt kostaði akkúrat 15.000 á mann. Þarna eru börnin væntanlega orðin 15 ára þar sem það þarf ekki yngri en 15 ára. Henni fannst hins vegar ekkert mál að borga 5.000 kr. skimunargjald í Danmörku. Þarna vantaði alveg í fréttina hjá henni að Ísland er svo miklu ódýrara í ár en í fyrra að það er eiginlega alveg ósamanburðarhæft. Ef 60.000 kr. er það sem hún setur sem hámark á ferðakostnaðinn hjá 4ra manna fjölskyldu afhverju ætti ríkið að niðurgreiða ferðakostnaðinn hjá henni um nákvæmlega sömu upphæð? Þetta minnti mig aðeins á puttaferðalangana sem ég tók upp í fyrir nokkrum árum. Þær voru búnar að ferðast um landið í 2 vikur á puttanum og gista frítt hér og þar. Þær voru að velta því fyrir sér hvað þær ættu að gera síðasta daginn á Íslandi og það mátti ekki kosta mikið. Ég stakk upp á því að þær færu upp í Hallgrímskirkju. Frábært útsýni fyrir miðbæninn og skemmtileg upplifun. Kostar það ekki helling spurði önnur, nei, alls ekki, sagði ég. Það kostar 1.000 kr á mann. Þá gengur það ekki sagði hin og sagði orðrétt. “it’s totally over our budget”

Er ekki alveg eins líklegt að þeir sem koma, komi kannski til lengri tíma því þeir eru búnir að greiða skimunargjaldið og vilja fá sem mest fyrir peninginn. Hvað ef allir eru nokkrum dögum lengur af því að þeir borguðu skimunargjaldið og þeir sem ætluðu að fara á puttanum og gista frítt hér og þar koma ekki í ár?

Þegar við förum til ýmissa landa þá þarf oft að kaupa bólusetningar fyrir tugi þúsunda. Það finnst engum að landið sem við erum að ferðast til eigi að niðurgreiða það. Þegar ég ferðaðist um Suður Ameríku á sínum tíma þurfti að borga tugi dollara fyrir vegabréfsáritun til að komast inn í landið. Ef ég vildi fara þá þurfti ég að greiða, nú eða sleppa því. Þegar ég bjó í Honduras þá þurfti að greiða komugjald, nú eða koma ekki. Þegar ég fer erlendis á ráðstefnur þá er alltaf búið að bæta við verðið citytax, resort fee og allskonar skemmtilegum gjöldum og ég hef alltaf valið að greiða þau eða sleppa því að koma.  Í Honduras og væntanlega víðar voru tvö verð í gangi, eitt verð fyrir innfædda og annað verð sem var umtalsvert hærra fyrir ferðamenn.

Er hægt að nýta tækifærið í að endurskipuleggja okkur frá grunni?

Ég hef unnið sem fasteignasali í 17 ár. Átti einmitt starfsafmæli þann 16. júní s.l. Ég hef alltaf unnið mikið og aldrei gefið mér tíma til að endurhugsa ferla og vinnubrögð. Allt í einu varð ég nauðbeygð til að gera allskonar breytingar. Það var ekki lengur hægt að hafa opin hús eða afhenda kaupendum sölugögn í sýningum. Ég ákvað að líta á Covid tímabilið sem tækifæri til að núllstilla mig og fyrirtækið. Við fórum að bjóða upp á netsýningar, sölusýningar sem þurfti að forbóka inn til að tryggja að fjöldatakmarkanir væru virtar og við sendum ítarlega upplýsingabæklinga á undan sýningu og nýttum okkur rafrænar undirritanir í staðinn fyrir að hitta viðskiptavini á skrifstofunni. Það kom í ljós að bæði kaupendur og seljendur voru mjög sáttir við allar þessar breytingar. Á einni nóttu breyttist ég úr dyraverði sem tók niður nöfn, síma og email í upplýsingamiðstöð sem gat svarað spurningum og einbeitt mér að þeim kaupendum sem komu í sölusýninguna. Það koma færri í hverja sölusýningu en þeir eru áhugasamari. Kaupendur bóka eingöngu tíma í sölusýningu ef þeir eru virkilega áhugasamir um eignina og það eru því færri á staðnum en hver og einn fær meira næði og meira pláss til að skoða.

Mig langar að enda þennan pistil á tilvísun í Maggý Magnúsdóttur  sem rekur ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Hún setti þetta fram á persónulegri Facebook síðu og er birt með hennar leyfi.

“Nú er búið að ákveða að rukka ferðamenn um 15.000 kr fyrir skimun. Ég á og rek vistvænt ferðaþjónustufyrirtæki svo mér er málið skylt.

Skoðum málið. Við vorum með góða bókun frá mars og fram eftir árinu eins og mörg önnur fyrirtæki þegar veiran greip í taumana og ferðaþjónustan stöðvaðist á einni nóttu.
Sóttvarnar-, heilbrigðis - og almannavarnir hafa lyft grettistaki og varið þjóðina fyrir alvarlegum veikindum og vakið jákvæða athygli úti í heimi fyrir góðan árangur. Ég þakka fyrir það.
Ríkisstjórnin kom til aðstoðar með hlutabótaleiðina og stuðningslán sem hjálpa mörgun fyrirtækjum að lifa af þrengingarnar. Ég þakka fyrir þeirra framlag.

Mörg fyrirtæki hafa búið til tilboðspakka fyrir Íslendinga og aðra sem vilja / geta ferðast um Ísland í sumar.
Ísland var fyrir covid komið með byrjandi slæmt orðspor vegna fjölda ferðamanna á vinsælum ferðamannastöðum og við vorum byrjuð að loka svæðum. Ekki gott mál.

SUMARIÐ 2020 ER EINSTAKT, bæði fyrir íslenska ferðamenn sem og erlenda ferðamenn þar sem ferðalangar geta valið úr fjölda tilboða sem EKKI hafa sést áður.
Þú þarft ekki að dvelja lengi á Íslandi til að vinna upp 15.000 kr. skimunargjald með því að kaupa ferðir og gistingu á lækkuðu verði.  :-)

Ég legg til að SAF og fleiri hætti að væla og auglýsi Ísland sem einstakt land til að heimsækja í sumar þar sem eru fáir ferðamenn og fjölbreytt þjónusta á hagstæðu verði.
Svo er líka gott að fá ráðrúm til að ígrunda hvernig ferðaþjónustu við viljum hafa til framtíðar.
Ég á mína drauma hvað það varðar  :-) Góðar stundir.”

 

Er þetta ekki akkúrat málið. Við erum í einstakri og reyndar tilneyddri stöðu að endurhugsa allt saman. Hvers vegna ekki að nýta tækfærið og ákveða hvernig framtíð við viljum búa til ?

Hægt er að fylgjast með vegferð Ásdísar á instagram: asdisoskvals


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband